mandag 2. juni 2003

Bænin breytir


Ég elska að biðja, einmitt vegna þess að það virkar. Ef þú upplifir að bænin er eitthvað lifandi, þá hættirðu aldrei að biðja, segir Jostein Nielsen.

Leidtogi Musterisflokksins í Osló og leidtogi árlega bænaátaksins «Bæn fyrir Osló», er róttækur. Ekki hræddur við að tala um andlega krafta. Um andlega baráttu. Um engla og náðargjafir. «Andleg fjarvistarsönnun Hjálpræðishersins», sagði einn í gríni, þegar hann var að kynna hann. Sjálfur talar majór Jostein Nielsen afslappað um sambandið upp á við og inn á við.

Biður eftir Gudi

Biðurðu mikið?
Hvað er það að biðja mikið? Ég er ekki aðalbiðjandi Hjálpræðishersins. Þad væri ekki rétt að segja það, en ég get ekki sagt annað en að bænin er mjög mikilvægur þáttur í lífi mínu. Bæn getur verið barátta — það er ekki bara gleði og gaman. Ef það er erfitt að biðja, þá verðum við að hafa þad skýrt fyrir augum hvað bæn er.

Já, hvað er bæn?
Til að lýsa þvi, gætirðu skrifað heila bók, segir hann og dregur fram bók Ole Hallesbys «Fra bönnens verden», (Frá heimi bænarinnar). Þar stendur ad tvennt þurfi til í bænalífinu, vanmátt og trú. Maður þarf á vanmættinum að halda og maður venður að trúa því að það hjálpi að biðja. Þegar Páll skrifar bréf sín, biður hann fyrir þeim sem hann skrifar til, að þeir megi skilja vilja Guðs. Á því augnabliki sem þú skilur hann, færðu orkugjafann í bænina. Pá verður bæn þin á réttri leið. Þú veist hvert þú ert að fara. Ég bíð oft og spyr: «Guð, hvað viltu núna?» Að vera næmur, gefa Heilögum Anda tíma og sjá hvað gerist, er mjög spennandi.

Bæn hefur líka önnur blæbrigði. Til dæmis að hvíla í nærveru Drottins. Eða virk tilbeiðsla, lofa Jesú og viðurkenna hann sem Drottin. Fyrst á seinni árum hef ég upplifað bænina sem mjög sterkt hjálpartæki. Þó svo að ég hafi reynt mikið með Guði áður fyrr, þá hafði ég ekki mikið úthald og hélt að ég myndi aldrei geta beðið í þrjá tíma. Núna geri ég það.

Guð stjórnar

Hvað hefur gerst?
Hjá mér fjallaði það um að leyfa að ég missti stjórnina. Tvisvar gaf ég Guði frjálsan aðgang og í þriðja skiptið kom Heilagur Andi inn í líf mitt eins og stormsveipur. Þ­­að varð breyting á lífi mínu. Ég fékk að sjá þetta róttæka að Guð stjórnar. Ég á aðeins að vera upptekinn af honum. Þetta gefur frelsi! Samtímis er ég hræddur um að leggja of mikla áherslu á einstaka upplifanir. 

Hvað þá með tímann áður en þetta gerðist? Guð notaði mig líka þá, en það sem gerðist, hefur gert mig afslappaðri í sambandi mínu við Guð. Það hefur gert mig öruggan í Guði, hver hann er. En ég upplifi líka árásir, sérstaklega ef ég er þreyttur. ­Þá eru það eiginlega smámunir sem geta gert mig órólegan. Óvæntir hlutir geta valdið mér ótta. Þetta sé ég sem hluta af baráttunni, nokkuð sem verður að biðja um vernd gegn.

Inn i nærveruna

Að biðja, það gerir majórinn. Á einni viku verða það margir tímar. En hvaða þýðingu hefur það? Það fjallar mikið um að vera i nærveru Guðs. Þegar ég bið fyrir sjálfum mér, leita ég inn að föðurhjarta Guðs. Jesús gefur mér möguleika til þess og Heilagur Andi staðfestir nærveru Guðs. Stundum get ég upplifað þetta líkamlega — eins og vindblæ, næstum eins og rafstraum, eða herbergið er fullt af dýrð Guðs. En þú getur ekki upplifað nærveruna nema upplifa eigin vanmátt.
Stundum er eins og tíminn hverfi allt einu, því Guð er ekki tími. Hann er eilífur. Klukkutími getur virkað eins og fimm mínútur. Ég hef enga skýringu á þessu, en ég upplifi það að hverfa inn í Guð.

Majórinn hættir. Veit að sumir geti andmælt pessu. Við verðum að vera varkár, svo við förum ekki yfir strikið í átt að draumórum, en það er svo lítið útbreytt að ég er ekki hræddur um að fólk biðji of mikið. Ég skal senda skýr skilaboð þegar það gerist, segir Jostein hlæjandi.

Nærvera Guds er ekki eitthvad, sem ég geng inn í og út úr - hún er þar allan tímann. Þar með verdur sjálft lifið bæn.

Þetta getur virkað háfleygt. Ég lít á smáatvik í daglega lífinu sem bænasvar. Til dæmis get ég verið á göngu og sé allt í einu einn safnaðarmeðlim, sem er blindur, og sér ekki að leigubílinn er kominn. Þá get ég komið til hjálpar. Margir segja kannski að þetta sé tilviljun, en ég lít á það sem smá kveðju frá Guði. Ég hef lika farið eftir sannfæringu, sem ég hef enga skynsamlega skýringu á. Til dæmis veit ég ekki hvers vegna ég vel að fara úr rútinni í öðrum bæ en ég ætlaði og heimsæki þar fólk, og í ljós kemur að þau eiga erfiðleikum og þurfa ad tala við einhvern.

Læknaður

Sjálfur hefur hann upplifað að „þurr bæn" gerði hann frískan af sjúkdómi, sem hafði þjáð hann árum saman. Hann hafði skjaldkirtilssjúkdóm, sem orsakaði röng efnaskifti í líkamanum. Í heilt ár fékk hann stóra skammta af lyfjum, en það bar engan árangur. Svo reyndu læknarnir geislavirkt joð, en þegar bað bar engan árangur, varð hann aftur að reyna lyfjameðferð.
Þegar ég mætti í bruðkaup dóttur minnar, tók bróðir minn mig til hliðar og sagði: «Þú lítur svo illa út að við förum ekki héðan fyrr en við höfum beðið fyrir þér.» Stuttu seinna fórum við, ásamt föður okkar, inn í herbergi, þar sem þeir báðu fyrir mér, einfalda bæn. Þar og þá upplifði ég ekkert sérstakt. En næsta dag fann ég að mér leið illa af lyfjunum. Ég hafði samband við heimilislækninn minn og sagðist vilja hætta á lyfjunum. Hann bað mig að tala við sérfræðing, en ég náði ekki sambandi við hann. «Þá hættirðu á eigin ábyrgð»," sagði læknirinn. Eftir betta hafa efnaskiftin verið eðlileg, segir Jostein, og undirstrikar að hann, í fyrirráðleggi aldrei neinum að hætta á lyfjum.

Biður fyrir húsinu

Majórinn trúir þvi að bæn geti breytt andrúmslofti húsa og haft áhrif á fólk, sem kemur þar inn. Oft blessar hann herbergin, biður fyrir lofti og veggjum.
Það er undarlegt hvernig nærvera Guðs getur sett svip sinn á byggingar. Við erum að gera upp gamalt hús við Kragerö og við þurftum á rafvirkja að halda. Hann kom og vann í nokkra tíma. Það gerði líka hjálpræðishermaður, sem sá um pípulagnir. Þegar leið á daginn kom pípulagningarmaðurinn til mín og sagdi: «Hvað hefurðu gert við rafvirkjann? Ég þekki hann og veit að hann getur varla sagt setningu án þess að bölva. Nú eru lidnir margir tímar og ég hef ekki heyrt eitt blótsyrði!» Það sem ég hafði gert, var að biðja þess að ekkert illt kæmi inn í húsið.

Fyrir samkomur kemur stundum fyrir að ég geng um og blessa stólana. Ég finn enga smurningu, það er svo þurrt og blátt áfram eins og hugsast getur. En eftir eina samkomu sögðu tveir drengir, sem voru á samkomunni að það hefði verið eins og stólarnir væru að brenna undir þeim. Eiginlega voru þeir fallnir frá trúnni, en þetta kvöld fundu þeir að þeir urðu að velja. Seinna urðu þeir hermenn í Hjálpræðishernum!

Bæn er barátta

Svarar Guð alltaf?

Já, ég trúi því, en stundum er eitthvað sem við sjálf þurfum að svara fyrst. Þú verður að leggja allt í hendur Guðs, sjúkdóm þinn og lækningu. ­Það er það, sem um er að ræða, að hafa þetta samband við Guð. Þú getur ekki stressað þig inn í nærveru Guðs. Slappaðu heldur af og leyfðu Guði að sjá, um þetta.
Guð heyrir í hvert skifti, sem einhver biður. En oft er okkur ekki ljóst að bæn er barátta. Við verðum að biðja, þangað til bænasvarið brýst fram, halda út í bæn. Gott dæmi eru lærisveinarnir, sem sofnuðu í Getsemane, en þeir gátu líka beðið í tíu daga, frá uppstigningardegi til hvítasunnu. 
Hvað hafði gerst? Þeir sáu Jesú, og hann andaði á þá. Ég trúi því að betta hafi verið úthelling Heilags Anda þannig að þeir gátu «beðið í gegn» og vera vakandi þegar Andinn kom.

Ég vil lesa nánar um stöðu englanna andlegu baráttunni. Í Opinberunarbókinni, 19:10 lesum við að beir eru samþjónar okkar. Ef það er rétt, þá nota ég englana of litlum mæli í bænaþjónustunni. Er það vegna þess að englarnir skipa eðlilegan sess í menningunni að margar lækningar gerast í Suður Ameríku, en litlum mæli hjá okkur? spyr Jostein.

Hvað segirðu við þá, sem vilja ná lengra í bænalífi sínu?

Haltu áfram! 
Það er það mikilvægasta. Bænalifið er ótrulega mikilvægur hluti trúarlífsins. Þú getur ekki verið virkilega upptekinn af bæninni, nema þú sért upptekinn af fólki.

Þá viltu virkilega segja fra Jesú. Það hlýtur að vera spennandi að biðja?
Já, svo sannarlega. Ég get ekki skilið að fólk skuli ekki trúa pví.

Frá norska herópinu, Marit Dehli

Ingen kommentarer:

Legg inn en kommentar