torsdag 2. desember 1982

Gefið Jesú gjafir!

Börn koma oft til foreldra sinna um jólin og spyrja: „Eigum við ekki að gefa Jesú gjafir, það er hann sem á afmæli?" Það er ekki auðvelt að svara svona spurningu vegna þess að við gleymum að Biblían hefur þegar gefið svar:
"Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru".
Matt. 2:11
Í reyndinni getum við gefið Jesú gjafir sem eru mikið dýrlegri en „gull, reykelsi og myrra":

Gull:
Pétur skrifar:
"Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýr-mætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opin-berun Jesú Krists".
1. Pét. 1:7
Jésum langar til að fá eitthvað dýrmætara en gull — hann langar að fá trú okkar. Jólagjöf okkar handa Jesú getur verið trúarjátning okkar.

Reykelsi:
Davíð skrifar:
"Bæn mín sé fram borin sem reykelsisfórn fyrir auglit þitt, upplyfting handa minna sem kvöldfórn".
Sálm. 141:2
Jesúm langar að fá eitthvað dýrmætara en reykelsi — hann langar að heyra bæn okkar. Jólagjöf okkar handa Jesú getur verið að krjúpa í bæn til hans.

Myrra:
Þegar prestarnir í Gamla testamentinu áttu að fara í þjónustu, þá þurftu þeir að hreinsast fyrst.
Í hreinsuninni var notuð myrra, og þegar þeir voru búnir, þá var sagt að þeir væru hreinir og gætu gert
þjónustu í musterinu. Í staðinn fyrir að gefa Jesú myrru þá getum við gefið honum hreint hjarta. Hjarta sem er hreinsað frá synd gegnum trú og bæn til hans sem getur 
"...fyrirgefið oss syndirnar og hreins-að oss af öllu ranglæti". 
1. Jóh.1:9 
Það hefði verið stórkostlegt ef maður í sögu kirkjunnar gæti lesið: „Jólin 1982 komu Íslendingarnir til Jesú, þeir luku upp „fjárhirsrum sínum" og færðu honum gjafir, trú, bæn og hrein hjörtu".

Megi Guð gefa okkur gleðileg jól.

Kærar kveðjur

Jósteinn


Heropið # 3 1982 - s 51