tirsdag 20. desember 1983

“Litlu” söfnuðirnir og jólin

Jósteinn Nielsen, 
Hjálpræðisherinn

- Jólin minna okkur á það þegar Guð gerðist maður og kom til jarðar. Það var þá sem hjálpræðið kom til jarðar. Hjálpræðið sem Guð veitti okkur í Jesúm Kristi. Það er þessi boðskapur sem við munum predika nú um jólin, sagði Jósteinn Nielsen, kafteinn sem er yfir Hjálpræðishernum á Akureyri er hann var spurður um afstóðu hans og annarra hermanna til jólanna.

- Hvað greinir Hjálpræðisherinn frá öðrum kristnum mönnum t.d. frá Þjóðkirkjunni?

- Í guðfræðilegum skilningi er það ákaflega lítið sem greinir á milli okkar og annarra kristinna manna. Veraldlega er munurinn hins vegar meiri. Við göngum einkennisbúningi og störfum flestum stundum að liknarmálefnum.

- Túlkið þið jólin á annan hátt en t.d. þjóðkirkjumenn?

- Nei, en ólíkt mörgum innan Þjóðkirkjunnar, þá lítum við á páskana sem okkar aðalhátið. Þá var frelsisverk Jesú Krists fullkomnað. Jólin eru auðvitað mikilvæg lika, þvi það var þá. sem Jesús kom til okkar.

- Hvernig verður starf ykkar Hjálpræðishernum núna um jólin?

Okkar störf verða að venju fjölbreytileg. Það er ekki síst núna fyrir jólin sem við störfum mikið t.d. á götum úti en um sjálf jólin þá byrjar dagskráin sunnudaginn 18. desember með smá samkomu eða leikþætti sem við nefnum „Við syngjum jólin í garð". Á jóladag er svo okkar aðalsamkoma en þá verður jafnframt vígður einn nýr hermaður, sjötti nýi hermaðurinn á þessu ári.

- Á hvað leggið þið aðaláhersluna á þessari samkomu?

- Þetta verður hátiðleg samkoma, alvarleg samkoma en á öðrum samkomum okkar um jólin þá munum við reyna að hafa þetta létt og skemmtilegt. Við munum skemmta okkur þvi jólin eru gleðihátfð.

- Hvað tengjast margir Hjálpræðishernum hér á Akureyri?


- Hermennirnir eru ekki nema 24 en allt í allt gæti ég trúað að það væru um 100 manns sem tengjast Hjálpræðishernum beint í gegn um hermannafjölskyldur.

- Hvernig líður aðfangadagur hjá þér og þinni fjölskyldu?

- Fyrir hádegi á aðfangadag þá verð ég úti við frá 9-12: Þessa tíma verð ég við jólapottinn okkar og tek á móti framlögum til líknarmála. Fyrir þessi jól störfum við náið í tengslum við Félagsmálastofnunina. Þörfin fyrir hjálp fyrir þessi jól er mikil og við munum reyna að leggja það af mörkum sem við getum til að gleðja fólk. Við förum mikið til aldraðra og færum þeim smá gjafir og síðan verðum við einnig með fataúthlutun á nýjum og notuðum fatnaði.

Siðdeginu ver ég svo með fjölskyldunni og aðfangadagskvöldi einnig.

- Eigið þið samstarf við aðra söfnuði nú um jólin?

- Ekki um þessi jól en við höfum beitt okkur fyrir samstarfi hinna kristnu safnaðanna hér í bænum og það samstarf sem komið var á sl. vor var m.a. fyrir okkar tilstilli. Við höfum sama takmark og aðrir kristnir menn og þvi lítum við ekki á Þjóðkirkjuna eða aðra sem okkar andstæðinga eða keppinauta.

- Hvert er ykkar takmark?

- Okkar takmark er að leiða fólki fyrir sjónir að það þarf að eignast Jesú Krist sem frelsara.

- Hvað ætlar þú að hafa í jólamatinn að þessu sinni?

- Það verður vonandi „ribbe" — „juleribbe" eins og hjá öðrum Norðmönnum, segir Jósteinn og hlær, en til skýringar má geta þess að „ribbe" er rifjasteik. Alíka 
ómissandi jólamatur fyrir Norðmenn og hangikjötið, rjúpurnar hamborgarhryggurinn er fyrir Islendinga.
-----------------------
Dagur - desember 1983
“Litlu” söfnuðirnir og jólin - PDF