torsdag 2. desember 1982

Gefið Jesú gjafir!

Börn koma oft til foreldra sinna um jólin og spyrja: „Eigum við ekki að gefa Jesú gjafir, það er hann sem á afmæli?" Það er ekki auðvelt að svara svona spurningu vegna þess að við gleymum að Biblían hefur þegar gefið svar:
"Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru".
Matt. 2:11
Í reyndinni getum við gefið Jesú gjafir sem eru mikið dýrlegri en „gull, reykelsi og myrra":

Gull:
Pétur skrifar:
"Það er til þess að trúarstaðfesta yðar, langtum dýr-mætari en forgengilegt gull, sem þó stenst eldraunina, geti orðið yður til lofs og dýrðar og heiðurs við opin-berun Jesú Krists".
1. Pét. 1:7
Jésum langar til að fá eitthvað dýrmætara en gull — hann langar að fá trú okkar. Jólagjöf okkar handa Jesú getur verið trúarjátning okkar.

Reykelsi:
Davíð skrifar:
"Bæn mín sé fram borin sem reykelsisfórn fyrir auglit þitt, upplyfting handa minna sem kvöldfórn".
Sálm. 141:2
Jesúm langar að fá eitthvað dýrmætara en reykelsi — hann langar að heyra bæn okkar. Jólagjöf okkar handa Jesú getur verið að krjúpa í bæn til hans.

Myrra:
Þegar prestarnir í Gamla testamentinu áttu að fara í þjónustu, þá þurftu þeir að hreinsast fyrst.
Í hreinsuninni var notuð myrra, og þegar þeir voru búnir, þá var sagt að þeir væru hreinir og gætu gert
þjónustu í musterinu. Í staðinn fyrir að gefa Jesú myrru þá getum við gefið honum hreint hjarta. Hjarta sem er hreinsað frá synd gegnum trú og bæn til hans sem getur 
"...fyrirgefið oss syndirnar og hreins-að oss af öllu ranglæti". 
1. Jóh.1:9 
Það hefði verið stórkostlegt ef maður í sögu kirkjunnar gæti lesið: „Jólin 1982 komu Íslendingarnir til Jesú, þeir luku upp „fjárhirsrum sínum" og færðu honum gjafir, trú, bæn og hrein hjörtu".

Megi Guð gefa okkur gleðileg jól.

Kærar kveðjur

Jósteinn


Heropið # 3 1982 - s 51

lørdag 21. august 1982

Vitnisburður ferðalangs

Hann kom inn og ég sá strax að hann var Ameríkani. Það er í rauninni ekki svo erfitt að greina þjóðerni fólks. Fólk hefur áhrif hvert á annað og sérstakar venjur skapast. Scott hafði einnig orðið fyrir áhrifum frá öðrum og það var ekki eingöngu hvað klæðaburð og framkomu varðaði. Það leið ekki langur tími þar til hann fór að tala um bænasvör. Áður en hann lagði upp í ferðina hafði hann beðið: „Gefðu að ég hitti á þessu ferðalagi einhvern sem ég get átt kristið samfélag við."

Og hér stóðum við, við afgreiðsluborð Gestaheimilisins báðir í framandi landi, úr ólíku umhverfi en í bæn til hins sama Drottins. Gestur okkar hafði mikið að vitna um og hann notaði hvert tækifæri, var með á útisamkomu og á samkomu í salnum. Frelsaður í 5 ár, en Guð hafði þurft að taka hart á honum til að halda honum á réttum kjöl.

Fyrir ári síðan var hann farinn að fjarlægjast Guð. En þegar hann slapp naumlega úr sprengingu rann alvara lífsins upp fyrir honum og líf hans öðlaðist tilgang. Nú notar hann hvert tækifæri til að vitna um Jesúm. Skömmu áður en hann kom hingað leiddi hann góðan vin sinn til Krists. Þessu undri sem ekkert jafnast á við fylgdi annað lítið undur sem sýnir á sérstæðan hátt mátt Jesú.

Þeir voru í ökuferð þegar vinur Scotts tók ákvörðun sína um að gefa Jesú líf sitt. Þeir lögðu bílnum við vegarbrúnina og þarna í bílnum varð nærvera Guðs mjög oreifanleg. Skyndilega heyrðust einkennileg hljóð frá mælaborðinu sem síðan breyttust í tif.

Við nánari athugun kom í ljós að klukkan í maelaborðinu var byrjuð að ganga. Ef til vill ekki svo merkilegt og þó, klukkan hafði verið biluð síðan 1972. Nærvera Guðs hefur einnig áhrif á nútíma tækni.

Scott hélt síðan ferð sinni áfram, til að hitta nýtt fólk sem hann getur vitnað fyrir og átt samfélag við. Átt þú eitthvað sem þú vilt gefa öðrum hlutdeild í eða þráir þú e.t.v. að eignast eitthvað sem þú getur gefið öðrum hlutdeild í?
Jesús veitir samfélag sem er óhá.ð ytri aðstæðum.

Jósteinn