Heyr, þig vantar eitt,
og þú leitar þess, en sérð ekki neitt.
Segir þú að líf þitt enginn tilgang á
eins og leikrit þar þú munt aðalhlutverk fá
Jesús lífið gaf mér
deyja mun ég ei
Biblían hún segir
deyja mun ég ei.
Tungu mína, leysti hann
söng í hjarta gaf
syngja vil ég um hann
og hans náðarhaf.
Heldur þú að þú
eigi svör á öllum hlutunum nú
Þrúður góður er
þú sérð manninn þegar gríman burt fer
þegar árás kemur og fellur gríman þín,
þá þig langar flýja, en sannleikssólinn skín.
Lífið mitt ég fann
Það var Jesús sem það fyrir mig vann
Tak við honum nú
anda vonleysis ei framar sérð þú.
Þú fær frið og gleði ef þú vilt leita hans,
þú sérð tilgang lífsins og kraft Anda hans.
Þýðing: Jósteinn Níelsen